Með því að sameina reynslu og þekkingu fagfólks í byggingariðnaði frá Litháen, Eistlandi og Svíþjóð byrjar UAB “RESTA ES” enn eitt árangursríkt ár í viðskiptaþróun. Við höfum orðið leiðandi á þessu sviði á markaðinum í Litháen og náð framleiðslumagni upp á nærri 400 einingar á árinu. Sem hluti af framtíðarsýn fyrirtækisins þá býður það viðskiptavinum sínum aðeins bestu og hagkvæmustu lausnirnar á mest aðlaðandi verðinu. Nútímalegt gæðastjórnunarkerfi einingaframleiðsluferlisins, notkun vottaðs efnis einungis, stöðugar endurbætur á tækninni og faglega þjálfað starfsfólkið gerir það mögulegt að tryggja há gæði vara okkar.
Við erum stolt af þeirri staðreynd að gæði einingahúsa okkar hafa verið viðurkennd og hátt skrifuð af skandinavískum byggingarfélögum eins og SKANSKA, SVEAB, LEMMINKAINEN og öðrum sem eru aðalviðskiptavinir okkar í dag.
Við getum framleitt einingahús samkvæmt pöntun frá viðskiptavininum, tæknilýsingum og reglugerðarkröfum viðkomandi lands. Við erum að leita að sölufulltrúum til að selja vörur okkar í löndum um allan heim og hlökkum til áframhaldandi samstarfs til góðs fyrir báða aðila.
Einingahús eru almennt viðurkennd í Evrópu sem fljótleg, hágæða og endingargóð byggingarlausn. Oftast eru einingarnar notaðar fyrir miðpunkt byggingarsvæða með aðstöðu fyrir starfsfólk og verkamenn, skrifstofubyggingar, stjórnsýslu- og opinberar byggingar, hótel, skóla, leikskóla og íþróttahallir. Þetta byggingarkerfi útilokar fljótlega vandamálið við allar tegundir húsnæðis með miklum ávinning með hliðsjón af minnkuðum kostnaði og styttri hönnunartíma. Þú hefur ávalt þann möguleika að flytja einingahús þín á annan stað eða byggingasvæði, leigja það, selja eða, á hinn bóginn, kaupa nýjar einingar og setja þær upp hjá núverandi byggingareiningum, samkvæmt núverandi þörfum þínum.
Með einingum einingahúsa er hægt að byggja skrifstofur, fundarherbergi, búningsklefa, sturtur, eldhús, matsali, setustofur, svefnherbergi, o.s.frv. Allur búnaður er að fullu samsettur og prófaður í verksmiðjunni og eftir afhendingu einingar þá þarf viðskiptavinurinn einungis að tengja húsnæði sitt við rafmagn, vatn og frárennsli.
Einingabyggingarkerfi er skilvirk leið við byggingu íbúða og íbúðarhúsa. Þessi lausn er tilvalin fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis með bæði stökum einingum og mörgum. Þessi tegund byggingaraðferðar er sérstaklega vinsæl í löndum Skandinavíu, Þýskalandi, Hollandi og Íslandi. Við erum ánægð með að bygging og útleiga einingahúsa er að verða stöðugt vinsælli í Litháen.
Einingabyggingarkerfi er frábær lausn þegar þú þarft hágæða húsnæði á viðráðanlegu verði. Oftast eru einingarnar notaðar fyrir íbúðarhúsnæði og skrifstofur. Hið sveigjanlega einingabyggingarkerfi gerir þér kleift að hanna og útfæra lausnirnar sem þú þarft á fljótan og auðveldan hátt. Einingarými má auðveldlega festa saman eftir þínum eigin óskum: hlið við hlið, jafnvel ofan á hvert annað (byggja hús á mörgum hæðum) eða bæta við byggingu sem er fyrir. Einingin er útbúin með varmaendurvinnslukerfi. Byggingareiningarnar sem eru í boði eru tilbúnar til notkunar; það er auðvelt að setja upp nettengingu og fjarskiptalínur þar. Einingabyggingarkerfi geta hjálpað þér að finna réttu lausnina sem uppfyllir þarfir þínar best.
Við biðjum þig vinsamlegast að skoða stöðluðu lausnirnar sem boðnar eru og hafa samband við okkur vegna tæknilegrar ráðgjafar og aðstoðar.
VERKEFNI MEÐ HEFÐBUNDNUM VINNUSKÚRUM
Nútímaleg fullfrágengin og útbúin einingahús fyrir íbúðir og orlofsheimili eru framleidd í stöðluðum einingum sem byggðar eru innandyra í verksmiðjulíku umhverfi. Einingahúsið er byggingareining upp á nokkra tugi fermetra sem er byggð og útbúin að fullu með nærri allri aðstöðu í verksmiðju okkar. Einingar eru venjulega framleiddar með því að nota hágæða C24 húsgrindartimbur ásamt hágæða einangrun, eins og steinull eða pólýúretan frauði. Markmiðin varðandi mikinn stöðugleika bygginga, umhverfisvernd og góða hitaeinangrun eru að jöfnu uppfyllt. Einingahús eru standsett að innan og utan, útbúin með uppsetningum og fjarskiptabúnaði. Öll vinnan sem framkvæmd er í framleiðslu- og uppsetningarferli einingarinnar er vandlega athuguð og sannreynd. Þegar hver eining fer frá verksmiðjunni til viðskiptavinarins þá er gefið út vegabréf fyrir vöruna og einstöku einingarnúmeri úthlutað fyrir ábyrgð og eftirábyrgðarþjónustu. Framleiðsluferlið er framkvæmt samkvæmt kröfum ISO 9001.
Einingahús er sem heil eining að fullu útbúið með allri hreinlætisaðstöðu og tækjum, eldhúsinnréttingu og heimilistækjum, innréttingum og jafnvel borðbúnaði í samræmi við sérstakar þarfir og kröfur viðskiptavinar.
Ef þarf þá er hægt að festa saman einingar og hægt er að bæta við samsetningum eininga til viðbótar eins og þarf. Staðlaðar mælivíddir eininga íbúðarhúsnæðis eru 9 * 3,5m, 10 * 3,5m, 10 * 4m, 50 fermetrar, og 80 fermetrar. Slík hús eru meðhöndluð sem byggingar af einfaldri gerð og því heimilt að byggja slík hús án leyfis eða með einföldu byggingarleyfi, sem leiðir til minni kostnaðar við byggingu og styttri tíma fyrir byggingarferlið.
Þegar kemur að framleiddum heimilum þá getur stærð verið breytileg og við hönnum líka og framleiðum einingar samkvæmt beiðni viðskiptavinar.
Einingarnar eru framleiddar innan mjög stutts tímabils. Einingahúsin veita þér möguleikann á að flytja inn og búa þar strax innan 6-8 vikna eftir að samningur hefur verið undirritaður. Við bjóðum ábyrgð á öllum okkar vörum þ.m.t. búnaði sem uppsettur er í húsnæði þínu.
VERKEFNI MEÐ EININGAHÚSUM FYRIR ÍBÚÐIR
Fyrir viðskiptavini okkar bjóðum við aðallega einingahús, hinsvegar í sérstökum tilfellum eru kringumstæður (venjulega skipulagslegar) þannig að það reynist auðveldara og kostnaðarlega hagkvæmara að byggja og afhenda hús með því að nota byggingarpanel. Slík viðarpanelhús hafa víða hlotið viðurkenningu og verið byggð í Evrópu á síðustu 60 árum; ennfremur eru þau álitin vera viðmið fyrir fljóta, hágæða og endingargóða byggingu. Við byggjum hús með byggingarpanel samkvæmt hönnun þróaðri af Evrópskum byggingarsérfræðingum, sem einkennist að byggingarlegum styrk, framúrskarandi loftslagi, aukinni hljóð- og hitaeinangrun, hraðri byggingu og lágu verði.
Útveggir, milliveggir, loft, þakeiningar eru byggð í verksmiðjunni. Þetta tryggir nákvæmni og fljóta samsetningu hússins á byggingarstaðnum. Húsið er framleitt innan 2-3 vikna tímabils og sett upp innan 1-2 daga. Þessi tegund húsbyggingar krefst ekki djúps, fyrirferðamikils (kostnaðarsams) grunns sem gerir það mögulegt að lækka verðið jafnvel talsvert meira og hraða byggingarferlinu.
Við framleiðum húsin samkvæmt þörfum viðskiptavinarins og lýsingu og afhendum það til hvaða staðs sem er yfir alla Evrópu og setjum það síðan upp.
Viðarpanelhús er hin fullkomna lausn fyrir þá sem eru að leita eftir hlýju, umhverfisvænu, kostnaðarlitlu og hagkvæmu heimili.
Teymi okkar af reyndum hönnuðum mun samkvæmt persónulegu óskum þínum og vali skapa einstaklingsbundna lausn sem myndi gera hvern sem er ánægðan.
Vinsamlegast notaðu tengiliðaupplýsingarnar fyrir neðan til að hafa samband við okkur eða kláraðu fyrirspurnarformið okkar.
© 2019 UAB "Resta ES". Öll réttindi áskilin.
Búið til af iDkon